Hæ, ég og vinkona mín erum lengi búin að pæla sko í hvort að stjórnendur eða vefstjórinn, gætu séð fullt nafn og kennitölu hjá notendum eða séð persónuleg skilaboðin hjá notendum?? ;D;D Er það þannig eða?? ;P
Ég efast um að þeir sjá email í notandaupplýsingum, þeir eru með email hjá stjórnendum annarsstaðar en þú skráir aldrei emailið þitt á huga annarsstaðar er það?
Þeir sjá kennitölu ekki í notandaupplýsingum held ég (ekki viss á því samt), en þeir sjá hana samt. Fullt nafn nota þeir líklegast íslendingabók eða þjóðskrá, eitthvað þannig…
Ég veit samt ekki allt ofantalið fyrir víst, hef ekki verið vefstjóri sjálfur.
Jú, þeir sjá email. Þegar maður nýskráir sig á hugaþarf að fylla út email, örugglega til að staðfesta eða eitthvað. Sjá örugglega fullt nafn líka… Þeir sjá kennitölu, þeir þurfa þess, til að geta séð hverjir eru á stolinni kennitölu…
Þeir sjá ekki fullt nafn í notandaupplýsingum, þeir sjá líklegast ekki kennitölu þar heldur en þeir sjá þetta allt saman, það er vissulega rétt hjá þér. En eins og áður sagt eru þetta spekúleringar hjá mér, og ég mun ekki finna út úr þessu fyrr en ég verð sjálfur vefstjóri einn daginn :)
Þeir sjá víst kennitölu, ég er að segja þér það! Man samt ekki með fulla nafnið, en þeir sjá kennitölu og email í notendaupplýsingunum. Ég hef heimildir, spurði eitt sinn aðila með ofuradminréttindi, samt ekki vefstjóra, um þetta.
Bara þeir yfirstjórnendur sem eru í vinnu hjá símanum. Enginn annar. Og það er örugglega þagnarskylda hjá símanum svo þeir geta ekki gert neitt nema þú ógnir öryggi barns (ég held að það sé eina undantekningin)
En þú hefur fullann aðgang að gagnagruninum og því öllu og getur því flett upp og skoðað persónuleg skilaboð hjá fólki.. Ekki satt? Ertu kannski mikið að því? xD
Ég get allavega ekki séð neitt þannig. En vefstjóri getur margt. Ekki hafa áhyggjur, hann vinnur hjá símanum og hann er örugglega ekki netperri sem njósnar um stelpur á huga :P
nei bara að spá sko hvort maður getus sent t.d. PERSÓNULEG skilaboð án þess að einhver séu að lesa þau, og ég vil sko ferekar vera *anonym* manneskja inná huga ;/ ;D;D
Það getur enginn hérna lesið skilaboðin. Þetta er einhversstaðar í gagnagrunni en það fer enginn að lesa þín sérstaklega. Til að svara spurningu þinni alveg og svo þú þurfir ekki að spurja oftar: Það les enginn skilaboðin þín. Og ef einhver gerir það má hann ekki gera neitt við þau, ekki segja neinum, nema þú ógnir öryggi barns. Af því einu sem geta mögulega séð eitthvað um einhvern hérna eru fastir starfsmenn Símans sem eru mjög líklega bundnir þagnarskyldu.
já ég er að meina það!!! Hvort vefsjórinn (síma ppl.) geta lesið skilaboðin eh einhver blótorð eru t.d. í því þá sendist skilaboðin líka til þeirra?? var sko að pæla nokkurnvergin hvort það væri þannig,
Nei, það sendist ekki til þeirra og þeir færu aldrei að skoða öll skilaboðin hjá fólki. Ég efast um að þeim myndi detta það í hug að skoða svona þótt þeir hafi aðgang að þessu, nema þeim væri bent á eitthvað sérstakt.
Þeir gera það ekki, ég held að það sé brot á einhverjum lögum, er samt fjarri því að vera viss á öllum sviðum í þessu máli. Gæti verið kolrangt hjá mér með lögin, en einhver er ástæða, persónulegar upplýsingar etv. en ekki treysta fullkomnlega á mig í þessu máli =)
Þeir eru örugglega bundnir þagnarskyldu. Það þýðir að þeir mega ekki segja orð um það sem þeir sjá hérna, nema það ógni öryggi barns. Allavega er þagnarskylda oftast þannig.
Adminar, þ.e.a.s. fólk sem kemst inn í gagnagrunninn og svona hefur líklega aðgang að flestu sem tengist hverjum og einum notanda og sjálfri uppbyggingu huga. Stjórnendum hafa hinsvegar einungis takmörkuð völd yfir á sínu eigin áhugamáli, hluti eins og að breyta og eyða innsendu efni og banna ýmsa notendur en ekki mikið meira en það, enda eru þeir sjálfir bara ‘promoted’ notendur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..