Ég veit að þetta er hægt af því að ég las einhverntímann leiðbeiningar um hvernig ætti að stilla þetta á korki en ég finn hann því miður ekki svo ég ákvað að búa til nýjan.
Hvernig getur maður stillt það þannig að Firefox geymi upplýsingarnar sem maður skrifar í svona glugga, eins og ég er t.d. að skrifa í núna? Þannig að ef að ég klikka óvart á linkinn sem er hægrameginn á litakortið, þá geti ég bara ýtt á back og allar upplýsingarnar mínar eru þar ennþá?
Ekki segja mér að Opera geri þetta sjálfvirkt, ég veit það, og ég vil ekki skipta.