Tölvan hans pabba er í algjöru drasli og er búin að vera það lengi. Hann keypti hana fyrir nokkrum árum (hún er meiraðsegja með Windows '98) en í hans huga er hún ennþá glæný, hann er af gömlu kynslóðinni sem vill nýta alla hluti til hins ítrasta. Hann hefur lengi frestað því að kaupa sér nýja tölvu, en ég held að núna sé tíminn kominn.
Tölvan hefur verið leiðinleg í svona þrjú ár, og mjög leiðinleg í um það bil ár. Hún hefur samt alltaf virkað nokkurnveginn. Um daginn tók bróðir minn sig til og eyddi út einhverjum tölvuleikjum sem hann hlóð inná hana fyrir löngu, og við það varð hún miklu fljótari. Í dag vill svo til að þegar pabbi gamli ætlaði að kveikja á henni, kemur bara upp eitthvað error message og svo gluggi sem í stendur “Please reinstall windows blablabla (ég man það ekki)”, og svo frýs draslið bara. Hann kallar á mig, afþví ég telst sem tölvunördinn á heimilinu. Auðvitað veit ég ekkert hvað skal gera við þessu þar sem tölvukunnátta mín er frekar takmörkuð.
Eyðast öll gögnin af harða diskinum ef við setjum Windows diskinn aftur inn? Er einhver möguleiki á að ná gögnunum af harða diskinum?
Það er nefnilega fullt af drasli þarna sem tengist vinnunni hans síðustu árin; reikningar, textar, tónlist og myndir…
Hjálp væri vel þegin ef hún er þarna úti.