þarna er eitt sem var of mikið af á irc þegar ég notaði það e-ð (ok, ég notaði það nokkrum sinnum en var ekki mikið eldri en 12 ára, enda voða töff að vera kominn með tölvu og getað farið á irc-ið, en það átti eftir að breytast og það mjög fljótlega) en það eru þessar blessuðu leiðinda skammstafanir, stfu, omg, ask, lol, roflmao og hvað þetta er allt og svo hið asnalega 1337 5p34k sem að hefur alltaf farið í taugarnar á mér, þar sem að maður er lengur að pikka inn tölurnar en venjulega stafi og því voða lítil ástæða fyrir að nota þetta.
en nei takk, ég vil helst ekki fara neitt á irc núna þar sem að ég veit um þó nokkra einstaklinga sem hafa farið illa úr því og eiga lítið sem ekkert líf utan tölvunnar, eiga enga vini nema á irc og fara varla út úr húsi nema til að mæta í skólann, sem er svo pirrandi þar sem að það dregur tíma frá tövlunni. svona vil ég ekki verða en hef verið mjög nálægt því og vil alls ekki fara til baka.
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“