Já, enn einn “Hvert er lagið?” korkurinn..

Ég heyrði nefninlega yndislegt lag á Bylgjunni í dag um þrjúleytið, svona í rólegri kantinum, og ég væri mjög þakklát ef einhver gæti sagt mér nafnið á þessu lagi. Ég man skammarlega lítið af textanum, þannig að google skilar mér engum réttum niðurstöðum, man þó að textinn snerist um ást. “I kept my heart on a line” minnir mig að sé brot úr því, þó ég sé ekki alveg viss. Öll hjálp ósköp vel þegin.


Þakkir.