16 ára - skattkortið
Hver einstaklingur fær sent skattkort einu
sinni þ.e. í byrjun þess árs þegar hann verður
sextán ára. Skattkortið er eins konar ávísun á
persónuafslátt, en persónuafsláttur er ákveðin
fjárhæð sem kemur til lækkunar á reiknuðum
sköttum.
Skattkorti þarf að framvísa hjá launagreiðanda
þegar kemur að því að hefja störf. Hafi
hann ekki skattkortið undir höndum er reiknaður
fullur skattur án nokkurs afsláttar. Þá er
Nafn - heimili - póststöð Nafn maka - kennitala
Skattkort
Kennitala launamanns Útgáfudagur
Skatthlutfall staðgreiðslu Hlutfall persónuafsláttar Persónuafsláttur kr.
Margir átta sig ekki á þýðingu skattkortsins fyrr en kemur að
því að fá fyrstu útborgun fyrir sumarvinnuna. Þá upphefst mikil
leit að umslaginu með skattkortinu sem skyndilega er oðið mjög
mikilvægt því án skattkortsins er dreginn fullur skattur af launum
án nokkurs afsláttar.
jafnframt mikilvægt að muna eftir að taka
kortið hjá vinnuveitanda þegar störfum er
hætt. Ef kortið glatast þarf að snúa sér til ríkisskattstjóra
sem gefur út nýtt skattkort.
Dæmi um útborguð laun þegar vinnuveitandi
hefur ekkert skattkort:
Laun kr. 100.000
Skattur 100.000 x 38.76% kr. 38.760
Laun að frádregnum sköttum kr. 61.240
Sama dæmið, en vinnuveitandi hefur skattkort
launþegans:
Laun kr. 100.000
Skattur 100.000 x 38.76% kr. 38.760
Persónuafsláttur dregst frá kr. 25.245
Skattur sem dregst frá launum kr. 13.515
Laun að frádregnum sköttum kr. 86.485
Hér eru leiðbeiningar:
http://www.rsk.is/baeklingar/rsk_0807.pdf