Ertu búin að vinna þarna lengi? Þú gætir verið að fá um 600 krónur á tímann, og svo 800-900 í yfirvinnu. Þú ættir svo að geta talað við stéttarfélagið þitt og komist að því hvað eru sanngjörn laun.
Það stéttarfélag sem þú borgar í, líklega verslunarmannafélagið. Málið að ef þú ert á unglingataxta þá er skylda að fullorðin sé að vinna með þér, ef ekki þá áttu að fá 18 ára taxta.
Farðu á síðu verslunarmanna félagsins og athugaðu launin þar.
Giska á svona 600-700 kr og 900 í eftirlaun (sem er ekki það sama og yfirlaun). Yfirlaun færðu ekki borguð nema þú vinnir yfir 170 tíma á mánuði. Það er ef þú ert í verslunarmannafélaginu.
Veit ekki. Ég tók ekki eftir því þegar ég var í unglingavinnunni og hef ekki unnið hér nógu lengi til að hafa fengið útborgað =) Er maður ósjálfrátt í stéttarfélagi? =/
Þessi síða sýnir taxta hjá VR. Þú ert líklega þar eða í einhverju svipuðu.
Þú ættir líka að renna í gegnum helstu kafla kjarasamningsins, sérstaklega 1., 2. og 3. kafla. Það er alltof oft sem það er eitthvaðv í ólagi, þó það sé ekki endilega eitthvað grundvallaratriði. Það er líka alltaf betra að vera meðvitaður um sín réttindi…
Nei, eftirvinnulaun er eitthvað fyrirbæri hjá verslunarmannafélaginu. Laun sem þú færð eftir kl 18 og svo um helgar, það er ekki eins hátt og yfirvinnulaun.
Mig minnir að það sé yfir 650 sem er skylda, eða eitthvað þannig. Ég las það í kjarasamningnum sem var til á vinnustaðnum mínum í fyrra :P En þá var ég á jafnaðarkaupi svo ég var með aðeins hærra …
Sko Ef þú ert að vinna í bakaríi þá ertu í afgreiðslu og þá ertu í VR. En ráðlegg þér að segja við vinnuveitendan að láta draga af þér félagsgjöld. Því að það er ekki lengur skylda að vera í verkalýðsfélagi. Getur leitað til VR eða þess félags sem þú greiðir í og spyrja.
Skv. samningum VR eiga laun afgreiðslufólks að vera 105.943 á mánuði fyrir 18 ára, 16 ára fær 89% sem er 94.289 á mánuði. Vinna utan dagvinnutímabils (þ.e. annað en milli 9 og 18) allt uppí 171,15 klst á mán. sem eru 39,5 klst á viku myndi vera 776 kr. á tímann og umfram það 979 kr. á tímann.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..