Mér finnst það aðallega útaf því að þeir eru að kaupa lén sem þeir ætla sér ekki að nota, heldur kaupa það bara í þeim tilgangi til að koma í veg fyrir að keppinauturinn geti haft það lén, nema auðvitað með því að kaupa það af aðilanum fyrir háar upphæðir! Þetta er kannski ekki beint “barnalegt” en allavega kvikindislegt.
Mér finnst svona viðskiptahættir mjög heimskulegir því að þeir græða ekkert á því að vera að skemma fyrir hinum með því að kaupa þetta lén, nema þá kannski að selja þeim það til baka til að græða á þeim. En það finnst mér einnig rangt.
Þetta er svona eins og að fara í verslun, sjá að það er bara seinasta eintakið eftir að ákveðinni vöru, þú sérð vöruna en þú hefur ekkert við hana að gera og ætlar þér heldur ekkert að kaupa hana, síðan sérðu að það er annar sem hefur áhuga. Þá grípurðu vöruna bara til þess að hinn geti ekki keypt hana! Ef það er ekki heimskulegt þá veit ég ekki hvað!?
….síðan nægir kannski kaupandanum ekki aðeins að koma í veg fyrir að hinn geti keypt vöruna, heldur ákveður að selja honum hana á miklu hærra verði!
Þetta eru sjálfst bara klókindi í viðskiptum en einnig kvikindislegt!