Ég er í bölvuðu veseni með þráðlausa netið hérna heima. Málið er að routerinn (speedtouch 585) er inní stofu og svo er ég í hinum endanum á húsinu með fartölvuna mína og þráðlausa netkortið sem er af gerðinni Linksys. Herbergið mitt samanstendur af tveimur herbergjum. Þegar ég er í herberginu sem er nær stofunni þá er ég heppinn ef ég er með Low í signal, en svo þegar ég færi mig innra í herbergið og yfir í hitt herbergið þá næst ekkert samband, síðan þegar ég fer inní stofu þá er sambandið komið í Excellent. Ég trúi ekki að þráðlausa netið komist ekki í gegnum veggi hússins, er eitthvað trikk eða lenda allir í þessu ?

*pirr*