Ég keypti Philips DECT221 heimasíma í gær í Elko og var voða ánægð, þegar ég komst loksins yfir almennilegar enskar leiðbeiningar á netinu setti ég inn nokkur númer í phonebook…þar á meðal gemsanúmerið mitt.
Svo prófaði ég að hringja í heimasímann úr gemsanum mínum til að sjá hvort að nafnið mitt myndi ekki birtast á skjánum…allt kom fyrir ekki, nafnið mitt kom ekki og heldur ekki númerið sem ég var að hringja úr, skjárinn var einfaldlega blank…
Veit einhver hvort að þetta er bara svona eða hvort að það er hægt að laga þetta? =/

DM

PS: Stendur ekkert um málið í leiðbeiningunum.