Enn og aftur er tölvan mín að væla yfir því að ég hafi fyllt harða diskinn á henni. Ég er með tvo harða diska, C tekur 21,2 GB og D tekur 14,1 GB. Af einhverjum ástæðum er C alltaf fullur.
Ég geymi tónlistina mína á C, og hún er bara 7,5 GB. Myndir eru bara um 400 MB.
Ég er semsagt ekki alveg klár á hvaðan restin af þessu kemur, og ég veit ekki hverju ég get eytt út.
Getur einhver sagt mér hvernig ég get fundið út hvar þessi auka GB eru?