Halló, ég var að spá og spögilera hvort að Remodifya tölvu sé eitthver vandamál. Ástandið er þannig að talvan mín er í einhverju rústi. Ég hunsaði einhvern vírus sem kom fyrir löngu og nú er þetta orðið þvílíkt vandamál. Ég hef reynt helstu vírusvarnir, þ.e. demó á netinu en ég vil helst ekki vera fara kaupa einhverja klikkaða vírusvörn á 10000 kr. ef það er hægt að gera þetta. Það sem ég er að leyta að er hvort hægt er bara að taka allt útaf tölvunni þannig að það sé einsog ég sé bara að starta henni uppá nýtt. Talvan er tiltölulega ný og það er þess vegna sem ég kýs að reyna á þetta því það er ekki komið mikið inná hana sem vert er að geyma. Ef einhver veit eitthvað um þetta ferli þá endilega pósta öllu sem þú veist um það, en ef einhver veit hvernig þetta gengur fyrir sig þá bið ég hann vinsamlega að greina frá því skrefi fyrir skrefi, þessi talva er að gera mig brjálaðan eins og er og vantar að losna við þetta pronto. Takk fyri