Ég er að spá í að kaupa mér nýjan GSM síma þar sem núverandi sími minn er ekki að standa sig. Ég líð það ekki að síminn minn sé að drepa á sér í tíma og ótíma.

En ég er búinn að skoða aðeins úrvalið hjá Símanum og hef búið til stuttan lista yfir síma sem ég hef áhuga á að kaupa. Með þessum þráð vil ég síðan spyrja fólk sem þekkir til þessa síma sem ég nefni hvernig þeirra reynsla er af þeim.

Símarnir:

Motorola V3

Sony Ericsson Z530i

Nokia 6103