Já, enn einn iPod korkurinn. Jibbí. Lesið samt, svarið ef þið vitið svarið.
Ég á iPod nano, og ætlaði að gerast svo sniðugur að vista inn á hann verkefni sem ég er að gera í skólanum, þar sem ég er ekki með neina aðra leið til að flytja gögnin á milli tölva, finn hvergi samtengda netið í tölvukerfinu í skólanum…
Ég prófaði í gær að savea eitthvað inn á iPodinn, fór með það í aðra tölvu, virkaði alveg. Þannig að ég tók iPodinn í skólann, og seivaði verkefnið á hann, en núna virðist sem það sé ekki lengur inn á honum…
Verkefnið er reyndar mest allt inná tölvunni í skólanum, bara einni tölvu, samt vantar það sem ég gerði í tímanum áðan og seivaði á iPodinn, en það var nú ekkert mikið… Það komu reyndar einhver villuskilaboð um að hann væri ekki tengdur drifinu þegar ég seivaði verkefnið inná í lok tímans, ég var ekki mikið að spá í því, hann var tengdur, allt í gúddí með það.
Nóg pláss eftir á iPodnum líka, 1,1 gb laust, eitt publisher verkefni nær því aldrei…
Hvað get ég gert? Á ég að treysta iPodnum til að seiva þetta á, eða á ég að nota bara hinn mp3 spilarann minn fyrir það? Ég þarf að hafa þetta utan tölvukerfis skólans, gera heima í þessu, mismunandi tölvur og svona, eitthvað utanáliggjandi. Er ég búinn að tapa því sem ég seivaði á iPodinn?