Jæja, mig vantar smá tæknihjálp..
Þannig er mál með vexti að ég eignaðist iPod nano fyrir örfáum dögum. Ég installaði iTunes í tölvuna mína og alltílæ með það. Svo tekur tölvan til sinna ráða og fer að converta mestallri minni tónlist sjálf..tekur frá kl 21:30-rúmlega 02:15. Á meðan hlóð ég iPodinn sem tók tæpa þrjá tíma(þartil hann sagði að hann var fullhlaðinn). Svo setti hann sjálfur eitthvað slatta af lögum á og allles..Það stóð svona “do not disconnect dæmi” en ég tók hann samt úr sambandi. Hlusta á hann og allt í gúddí.
Svo í dag var batteríið að verað búið. Svooo ég ákveð að hlaða hann og henda sumum lögum útaf og láta eitthvað annað inn( þar sem hann hafði sína hentisemi með löginn sem fóru inn). en þegar ég tengi hann við iTunes, þá kemur bara einhver langur listi af lögum sem iTunes er að setja inn í hann, án þess að ég hafi valið neitt..Ég svona ok..hvernig vel ég hvað ég læt inn og ekki? Hann lifir í sínum eigin heimi svo gott sem. Ég spurði vinkonu mína sem var að fá iPod líka, og hún sagði að það er listi til vinstri, library, podcast o.fl. auk nafnsins á iPodinum. Hún segir að maður eigi að klikka á það og þá komi lögin sem eru og maður dragi inn ný lög og eyði þar..Nema hvað þegar ég klikka(FYI, þá blikkaði iPod merkið í rauðu þegar hún var að láta lögin inn) og þá kemur einhver listi yfir lögin, nema hvað ég get ekki klikkað á þau eða gert neitt..Stafirnir eru gráir og vesen.
Svoooo, ég var að pæla hvort einhver vissi hvernig þetta virkar?:D
Vona að þetta hafi meikað eitthvað sense..:)
Með fyrirfram þökk.
Orkamjás