Það eina sem ég veit með vissu er varðandi The Shield. Það sem var gert þar var svipað og gert er með Sopranos núna. Það er að segja að einni seríu er skipt í tvennt, það er búið að sýna fyrri “hollið”, en svo er gert þetta venjulega sumarfrí, meðal annars til að Michael Chiklis geti leikið í Fantastic Four 2. Það er reyndar álitamál hvort að þetta verði kallað 5. eða 6. sería, en Chiklis sagði sjálfur að þetta yrðu alla vega 10 þættir, þar sem maður vonar að allir lausir endar verði kláraðir. Enda er ekki hægt að segja annað en að endirinn á 5. seríu hafi einungis látið mann vilja sjá meira af þessum persónum.
Svo er My name is Earl. Þetta er auðvitað gullbeljan þetta árið, þannig að það kemur ekkert annað til greina en að það komi önnur sería, og hefur það þegar verið ákveðið.
Þetta er það sem ég veit, og til að benda á heimildir, þá er síða sem er mjög góð í að fylgjast með öllu þessu:
www.tvsquad.com