Fyrst þú minnist á tiltekt á huga þá er eitt sem ég vil sjá. Mér finnst að það ætti að senda e-mail á alla notendur huga þar sem þeir fá mánaðar frest til að staðfesta að þeir ætli sér að halda áfram sem notendur huga. Þeim sem myndu svo ekki staðfesta yrði þá eytt úr gagnagrunni.
Pælingin á bakvið þetta er að eyða notendum sem aldrei sækja huga en eiga þó notendanöfn. Þessir aðilar hafa ef til vill langað að prófa huga en ekki líkað við hann og þar af leiðandi hætt.
En til þess að prófa hafa þeir búið til notendanafn fyrir sig og eru þau til enn þann dag í dag. Gallinn við það er síðan að það eru fullt af nöfnum upptekinn hérna. Ég vildi til dæmis heita eitthvað allt annað þegar ég byrjaði hérna, en gat það ekki því nafnið sem ég vildi var upptekið og hafði eigandi þess ekki komið inn á huga í nokkra mánuði. Sama gerðist þegar ég var að íhuga að breyta notendanafni mínu, nafnið sem ég vildi þá var líka upptekið og notandinn hafði ekki komið inn í langan tíma.