Var að spá hvort það væri einhver sem gæti leyst þetta dæmi sem ég er búinn að vera í vandræðum með, og vanntar að vita lausn á. Þetta er úr STÆ 313.
Dæmið:
Hraði bíla á akbraut í útjaðri höfuðborgarinnar er normaldreyfður og er leyfilegur hámarkshraði 70km/klst. Samkvæmt mælingum er vitað að staðalfrávikið reiknast sem 8,2km/klst. og að 37% þeirra bíla sem aka þessa braut fara aka hraðar en leyfilegur hámarkshraði segir til um.
a) Hver er meðalhraðinn á þessari akbraut?
b) Dag einn óku 10.000 bílar þessa braut. Hve margir bílar óku á 40km/klst hraðar eða hægar?
Ef það er einhver sem getur leyst þetta er hann þá til í að sýna útreikninga.
Kv. Magni