Í dag er ég með tvær spurningar varðandi tölvur.
Spurning númer 1.
Ég er með tónlist á harða disknum í tölvunni minni og er að fara flytja hana alla yfir á annan harðan disk sem er líka í tölvunni. Ég nota Winamp til að hlusta á tónlistina mína og er þar með playlist sem ég nota.
Þegar ég færi lögin mín yfir á annan harðan disk þá verður playlist-inn ónothæfur þar sem hann finnur ekki lengur tónlistina. Spurning mín er sú hvort það sé einhver leið fyrir mig að “bjarga” playlist-anum svo ég þurfi ekki að búa hann til aftur eftir flutning?
Spurning númer 2.
Þegar ég hægri klikka með músinni minni á desktop-inn minn þá frýs tölvan og allt fer í rugl. Þetta eru ef til vill ferkar litlar upplýsingar en það er voðalega fátt annað sem ég get sagt til að lýsa þessu, en þetta byrjaði fljótlega eftir að ég skipti um hljóðkort.