Hmm, hlutirnir ættu ekkert að bila frekar þótt maður velji þá sjálfur, þarft samt að vita hvað passar saman (þarft aðallega að passa þig á því að velja rétt móðurborð).
Ég veit ekki hverja þú ert að tala um en flestir sem eru mikið að downloada og spila tölvuleiki sem þurfa kraftmiklar tölvur myndu ráðleggja þér að setja hana saman sjálfur. (Getur fengið fagmenn til að setja hana saman, en það er sniðugt að velja hlutina sjálfur, eða fá einhvern til að gera það, í staðinn fyrir að kaupa tilbúna tölvu frá búðum).
Prófaðu að fara inná spjall.vaktin.is , þar er eingöngu rætt um tölvur (fyrir utaf “off-topic”), og ef þú spyrð, þá er ég viss um að langflestir, ef ekki allir ráðleggja þér að setja saman tölvu sjálfur eða senda Guðbjarti í Kísildal (hann er wICE_man á spjallinu), e-mail og fá hann til að hjálpa þér að setja saman tölvu.
Þannig, ég er nokkuð viss um að það sé sniðugra að setja saman tölvu sjálfur, þessi tölva sem ég setti til dæmis saman er kraftmeiri en tölvan frá Tölvulistanum, þótt tölvan frá tölvulistanum sé með betra hljóðkerfi (hljóðkort, hátalarar).
Ef ég væri í þínum sporum myndi ég íhuga að kaupa tölvuna sem ég setti saman fyrir þig, eða fara inná spjall.vaktin.is og sýna notendunum þar hvaða hluti ég valdi og kannski koma þeir með einhverjar betri hugmyndir á svipuðu verði.
Hvað sem þú gerir, þá held ég að þú ættir ekki að taka tölvuna frá tölvulistanum, þótt að þetta virðist vera flott tilboð og þótt að myndin af tölvunni sé flott, því eins og þú veist, þá skiptir máli hvaða hlutir eru innan í kassanum, ekki hvernig hann lítur út. (Samt er kassinn sem ég valdi fyrir þig mjög flottur, mynd af honum
hér.