Í borðunum sem fylgja með leiknum þá eru 4 tegundir af leikspilun;
1. Þessi gerð er oftast spilað í keppnum (skrimm) og þá er takmarkið hjá hryðjuverkaliðinu (terrorist) að setja upp sprengju ákveðnum stað (2 staðir en þarf bara að sprengja einn) og hryðjuverkalögreglan (counter-terrorist) á að óvirkja sprengjuna (defuse), en bæði liðin geta útrýmt hinu liðinu til að vinna
2. Þá eiga hryðjuverkalögreglumennirnir að bjarga gíslum sem að hryðjuverkamennirnir eiga að koma í veg fyrir að gerist (4 gíslar), eins og venjulega þá er líka hægt að útrýma hinu liðinu til að vinna.
3. Þessi leikspilun er eiginlega aldrei spiluð en hún gengur út á að einn í hryðjuverkalögregluliðinu er VIP (very important person) og hann á að fara á VIP-björgunar-staðinn (VIP rescue zone), þeir geta líka unnið með því að drepa alla hryðjuverkamennina eins og venjulega, hryðjuverkamennirnir þurfa að drepa VIP-inn til að vinna.
4. Þessi spilun er bara í sérstökum borðum sem að “einhverjir gæjar út í bæ” bjuggu til og þau borð eru kölluð “sillý-möpp” og eru oftust spiluð á “sillý serverum” og þá verður maður að útrýma hinu liðinu til að vinna
Leikurinn kostar svona rétt yfir 1500 kall einhversstaðar sem ég veit ekki hvar er.