Ég er ekkert á móti þessari hugmynd. Ég meina þetta er á blogginu og skemmir fyrir engum þar. Það er reyndar allt sem ég hef oft beðið um bara á blogginu hér á huga.is. Og enginn er að misnota það neitt allaveg fer edit-takkinn þar og myndir í undirskriftirnar ekki í taugarnar þar á neinum. Þess vegna skil ég ekki þessa neikvæða mótþróarugl í ykkur sem eru á móti því að fá slíkan möguleika hér.
En af því að öfgafólk sem er á móti klámi telur það alltaf fara útí öfgar þá geturðu aldrei búist við neinu nýjungum hér í framtíðinni á huga.is af því að fólk er með svo gamaldags fortíðarhugsanir og treysta engum nýjungum hérna. En þetta á ekki að vera neitt vandamál fyrir svona hópa ef þetta er bara stillingaratriði. Fólk á að geta vanist nýjunum annars verður aldrei von á neinum breytingum hér.
Netið hefur breyst og þrósast mikið á síðustu árum og það getur vel verið að þegar myndirnar voru hér leyfðar að þá hafi það bitnað á þá sem voru með lélegt mótald. En þá kannski voru síðurnar of hægar fyrir það. Ég þekki það vel sjálfur enda var ég með á sínum tíma 56baud módem. En eftir að ég skipti yfir á adsl fann ég mikinn mun og nú eru engar síður of hægar fyrir mig. Nú tel ég að flestir nota adsl og þess vegna á þetta ekki að vera mikið mál lengur.
Það sem ég meinti með klámið fyrir ofan er að þið teljið ykkur alltaf vera nauðgað ef þið sjáið eitthvað nýtt hér. Farið bara á aðrar síður þar sem svona myndir eru í undirskriftinnni og sjáðu hvað það kemur vel út.
Hugi hefur staðnað ansi mikið síðan svona öfgahópur sem ég kalla “fortíðardrauga” kom til sögunnar, en Fortíðardraugarnir eru einhverskonar þrýstihópur sem er alltaf á móti öllum nýjungum sem koma upp á borðið hér. Og alltaf tekst þeim að hræða fólkið sem koma með góðar hugmyndir í burtu.