Já alveg eins og í þáttunum Róm sem er sýndur á stöð 2 þá ríkir hér mikil ringulreið og ribbaldaliður á forsíðunni sem misnota og drepa nánast allar góðar hugmyndir og sömuleiðis gríta mann ef maður ætlar að segja eitthvað af viti hér.

Mig langaði bara að fá að vita hverjir stjórna forsíðunni hér á huga.is? En það kemur aldrei fram hjá mér hverjir stjórna hér, bara hjá hinum.

Og að lokum vill ég fá að vita af hverju er alltaf verið að misnota korkana hér. Til dæmis þegar einhver sendir hér video hlekki tónlist eða brandara hingað á forsíðuna?

Er kannski hin áhugamálin að verða svo óþörf að það nægir bara ein síða fyrir þetta allt saman?

Ég var ekkert að kvarta né væla yfir þessu en það er samt tími til kominn að fara að kenna fólki hér hvað má og ekki má hér. Ekki satt?