Ég er svoldið fjölbreyttur á tónlist og fer hún aðallega eftir hvernig skapi ég er í hvað ég nenni að hlusta á.

Slayer - Skunk Anansie - RATM - Audioslave - The Prodigy… you name it.

Nú voru Red Hot Chili Peppers að gefa út lagið Dani California og ég er að fýla það í tætlur. Málið er að ég er ekki að nenna að hlusta á allt gamla stöffið þeirra enn og aftur en er samt í feitum RHCP fýling eftir þetta lag.

Ég virðist standa eitthvað á gati með þetta í dag.