Sko ég á svona Acer fartölvu og það eru tveir harðirdiskar í henni. Báðir með 35GB, samanlagt 70Gb. Það er hinsvegar eins og tölvan noti bara annan harðandiskinn, sem sagt þegar ég er búinn að fylla disk nr.1 þá segir tölvan að ég sé búinn að fylla alla tölvuna og það sé ekki pláss fyrir fleira efni í tölvuna. En þá þarf ég að færa alla tölvuleikina mína yfir á disk nr.2. Svo þegar ég klikka á Scortcut-inna af einhverjum leik þá virkar hann ekki. Þá þarf ég að fara í harðadisk nr.2 og finna leikinn þar og klikka þar á hann. Ef ég hinsvegar færi t.d. limewire eða Word yfir á disk nr.2 þá virka þau forrit ekkert. Það er eins og tölvan haldi bara að það sé bara 35GB harðurdiskur í tölvuni sem er asnalagt þar sem það eru tveir harðirdiskar í tölvuni.
Þannig að ég spyr ykkur, er hægt að sameina þessa tvo diska þannig að tölvan vinni á þeim báðum í staðinn fyrir að hún haldi að það sé bara 35Gb harðurdiskur í tölvuni.
Sucre: “If you can get eight people out of prison, you can get my puerto rican ass out of this… can't you?”