Ég er í svaka vandræðum með að fá litina til að virka rétt þegar ég spila video í tölvunni hjá mér. Tekst stundum (engin föst regla með það) en yfirleitt er myndin öll blá og óskýr.

Ég veit fyrir víst að skjárinn er í góðu lagi og því geti þetta ekki verið hann. Enda er þetta bara með video.

En ef einhver hefur lausn á þessu má hann endilega láta mig vita.

Kveðja,
Fenrir

P.S.
Ég er búinn að reyna að spila video-in í fleiri spilurum (Media Player, VLC Player, JetAudio o.fl)