Þú sérð bara svart/hvítt vegna þess að tölvan er að senda frá sér S-VIDEO MERKI,sem kemur fram sem svart/hvít í sjónvörpum sem ekki eru með S-video inngang í scart tenginu.
Þú þarft að fara í stillingar fyrir skjákortið og breyta úr s-video í RGB, eða Composite out.
Þá færðu merki sem sjónvarpið skilur og allt er í lit.
Með hljóðið, þá þarftu að vera viss um að þú sért með það tengt, þetta er ekki í sama tenginu og video merkið frá tölvunni….
Svo að lokum, skjákortið þarf að vera stillt á PAL kerfi, alls ekki NTSC eða SECAM.
Sé stillt á annað en pal (ntsc eða secam), getur það orsakað að ekkert hljóð heyrist þar sem bilið á milli video merkis og audio merkis er ekki það sama og í PAL, þannig að hljóðið kemur ekki inn.
hilsen