Jæja, þannig er mál með vexti að ég fór inn á einhverja síðu og allt í einu stöðvast allt. “Back” takkinn virkaði ekki né nokkur annar takki og ég gat ekki farið inn á neinar aðrar síður.
Ég lokaði öllum forritum og reyndi að fara aftur inn í Mozilla og þá fór hún allt í einu að biðja um “user”. Ég valdi eina “user”-inn sem ég gat notað og komst inn á netið en þá voru öll bókamerki horfin og öll password gleymd.
Þetta hefur komið fyrir hjá mér áður en ég man ekki hvað ég gerði til aðlaga það - því það gerðist bara fyrir slysni.
Veit einhver hvað ég er að tala um og getur einhver hjálpað mér?

Með fyrirfram þökkum.