Þetta lag kemur einvígum ekkert við
Það sem að þú ert að hugsa um er eftir sama höfund og heitir paying of scores eða sixty seconds to what
Það er úr For a few dollars more sem er fyrirrennari the good the bad and ugly sem er með sömu persónum nánast og for a few dollars more
Þetta eru frekar merkileg lög þegar að þau eru komin saman við myndirnar sem eru ekki klassískir vestrar heldur spaggetí vestrar og byggja á allt öðrum aðferðum varðandi marga hluti þarsem að t.d. í klassískum vestrum að þá eru einvígi línuleg þ.e. þau gerast kannski við hádegi í aðalstrætinu þarsem að klassíska hetjan berst við óþokkann enn í myndum sergio leonne að þá ertu kominn með þríhyrnd einvígi einsog t.d. í lokin á the good the bad and the ugly þegar joe,manco,nafnlausi maðurinn sem er óþokki berst við mortimer sem er hetja og sigrar hann og þá verður hetjan ekki sá sem að er heiðvirðastur eða best innrættur heldur sá sem að er slyngastur og fimastur í vopnaburði
Í einvígunum for a few dollars more þarsem að sixty seconds to what eða paying of scores er spilað er t.d. einkennandi fimm strengja gítarinn fyrir indio og klukknaspilið víðfræga sem er veigamikið í sögunni og svo kemur inn tónverk eftir bach til að hæða kirkjuna og gera þetta að svolitlum sirkus enn í lokaeinvíginu bætist útfaramarsinn við í þessu þrívíða einvígi þarsem að manco situr yfir sem dómari og sér til þess að öllu verði farið rétt
Svo eru þemalögin fyrir myndirnar alveg helmögnuð þarsem að t.d. persónur clint einkennast af flautu, mortimer af gyðingahörpu, indo af fimm strengja gítar, tuco af ópunum o.s.f.