…en sú uppfining virðist hafa glatast, þegar leið á síðari hluta fornaldar.
Klósettið kom svo ekkert aftur í núverandi mynd fyrr en í kringum 20. öldina (fór þá að þróast í þá mynd sem það er í dag, og almenn heimili tóku það í notkun). En þau urðu æ algengari eftir seinni heimstyrjöldina. Fyrir það notaði fólk útikamra, eða holur, sem var svo skolað úr. Einnig tíðkuðust á Íslandi og á fleiri stöðum í heiminum hlandskálar, sem geymdar voru undir rúmum (menn hræktu einnig í þær).
Klóak kerfi á miðöldum var þó í þróun í köstulum, en fólk varð að velja og hafna, hafa skítalykt hita og sóðaskap, eða enga lykt og kulda, því þetta voru svokölluð “opin kerfi”.
Svo þegar leið á miðaldir lá leið skólpsins í borgum (frá kömrum) við gangstéttarbrún eða aðeins fyrir neðan hana.
Klósetthugmyndin hefur þó blundað í mönnum frá 16. öld, en aldrei varð neitt úr þeim hugmyndum fyrr en fyrir um ca. 120 árum.
Kínverjar voru svo held ég þeir sem fundu upp klósettpappírinn, en þess má til gamans geta að þeir áttu margar uppfiningar sem enn eru notaðar í dag með pappa og er stærsta dæmið sennilega bréfapeningar/seðlar. Einnig eru/voru hús kínverja byggð að stórum hluta úr pappa sem var ákaflega sterkur og þoldi ma. vatn, en hleypti byrtu inn í leiðinni.
(Þeir bjuggu líka til blævængi og regnhlífar eða öllu heldur sólhlýfar og ýmislegt annað úr pappa)
Google er náðargáfa sem yfirvaldið hefur aðeins gefið útvöldum!