Mér finnst hugi.is hafa dalað. Blómaskeiði hugi.is er lokið. Hættum að skrifa á hugi.is og snúum baki við nútímaþankagangi. Einnig vil ég að hugi.is verði lagður í eyði.
“Alea iacta est” . Ísl.þýð.: “Teningunum er kastað” . Júlíus Cæsar,er hann reið yfir Rubikon fljót á leið til Rómar.
Já þetta er bara sama sagan og hjá flestum spjallvefum.
Þegar maður er farinn að þroskast þá finnur maður ekki fyrir því sama gleði og maður fann hér fyrir þegar maður var yngri. Það er alltaf að koma ný og ný kynslóð ár eftir ár hér sem við fullorðnu finnst vera algjörir hálfvitar. Það er eins og við höfum gleymt því þegar maður var algjörlega spilltur forvitinn unglingur með athyglissýki.
Það getur vel verið að fullorðnir eiga ekki lengur samleið með unglingunum lengur. Þess vegna er þessi stóra gjá á milli aldursflokkana.
Svo er líka hugi.is búið að vera óbreytt í marga mánuði og samt kemur alltaf flóðbylgja af nýjum hugmyndum sem seint er notað sumt er aldrei notað.
Þeir sem sköpuðu þennan vef voru eflaust mjög spenntir þegar þeir byrjuðu með þetta allt saman og svo fær maður allt í einu leið á þessu. Er alveg sama um hann enda eiga þeir núna fjölskyldu sem er meira virði til að sinna en freku unglingum sem heimta allt með stælum.
Alltaf berast háværar kvartanir að reyna að gera huga.is betur af því að sumir þykja meira vænt um huga.is og vilja ekki sjá það dala (sucka( en sumir vilja bara láta það eiga sig og helst breyta engu af því að sumt fólk er svo seint að taka við nýjum breytingum.
Good point… Svo eru alltof margir að svara, bara til þess að svara. Það ætti að gera þetta aðeins erfiðara svo að fólk mundi ekki nenna að svara með 2-3 orðum og flooda allt með tilgangslausu rugli.
Ég er byrjaður að nota annann íslenskann spjallvef sem er ekki eins stór og hugi og hann er akkúrat öfugt við huga. Í staðinn fyrir að fólk skrifi eitthvað fáránlegt rugl, þá skrifar það gáfulega og það er oft löng og málefnaleg svör.
Einni legg ég til að hugi yrði minnkaður. Í staðinn fyrir að allir væli um fleiri áhugamál, þá legg ég til að fleiri áhugamál yrðu sameinuð og þjappa fólkinu saman þar sem að mörg áhugamál á huga eru næstum tóm og þá þarf maður líka ekki alltaf að fletta mörgum sinnum um huga. Þarf virkilega að hafa Linux, Microsoft og Mac áhugamál? Þarf virkilega að skipta Mótorsport í 5 áhugamál? Eða eitt áhugamál fyrir hvert dýr?
Heitir pottþétt 1036 nema þú veist það bara ekki af því að það er aldrei talað um það. Sexan stendur fyrir tímana á viku sem þarf að sitja í áfanganum. Nema auðvitað að þú sérts P-nemi.
Jájá, það er líka oftast þannig í MH en þeir heita samt allir fjölda tíma líka. Annars er P-nemi einhver sem þarf ekki að mæta í tíma, bara í próf. Maður getur verið í P-áfanga ef maður er með háar einkunnir.
en ef þér líkar þetta ekki þá geturu bara drullað þér í burtu, það er enginn sem segir að þú eigir að vera með notanda á Huga eða að þú eigir að vera virkur á Huga, það er reyndar enginn sem segir að þú þurfir svo mikið sem að hugsa um Huga í hálfa sekúndu eða svo
Nei því miður. Ég á mér ekki líf. Ég sef ekki, þessvegna þarfnast ég Huga. Hugi eg líf næturna, ljósið… En á daginn, piff, who need's him then? =D
Neinei ókey, ég sef, en þegar ég sef ekki, eins og núna, og margir, MARGIR aðrir sofa Ekki =) Þá hanga þeir á Huga, og leggja sitt af mörkum til að halda honum gangandi.
stjórnandi á /bretti, /vetraríþróttum og /heimilið
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..