Mig langaði að fá að vita hvort að sama vandamálið kemur hjá ykkur sem nota blog.central bloggsíðurnar. En vandamálið sem er ég er með er að ég get ekki sett inn myndir þegar ég ýti á insert image.
Það hefur alltaf virkað hjá mér en ekki tvær síðustu vikurnar. Ég hef því í staðinn þurft að nota gamla háttinn með því að skrifa kóðann img src svo að myndirnar komi fram á síðunni minni.
Áður notaði ég bara insert image og þá opnaðist lítill popup gluggi þar sem maður gat sett inn myndir þar frá öðru vefsvæði “upload image url:” en núna virkar það ekki.
Er eitthvað sem ég þarf að stilla á windowsinu eða er þetta svona hjá öllum?