Það eru svo rosalega litlar líkur á að þessi hugmynd mun nokkurntíman verða framkvæmd, það var nú gild og góð ástæða fyrir því að bannerar voru teknir niður…
Ennn, hér kemur hún.
Ég hef oft verið á Lost-forum.com, og hef tekið eftir að þar er leyfilegt að hafa bannera, en þeir mega ekki fara yfir viss mörk, minnir að það hafi verið eitthvað 380x90, sem að er hæfileg stærð.
Hvernig væri að hafa svona eins og er á Avatar myndunum, maður þyrfti að setja inn bannera sem að eru ekki stærri en ***kB og mega ekki vera stærri en 380x90 eða einhver fyrirfram ákveðin tala. Þá myndi enginn koma með huge myndir frá útlenskum server, allar myndirnar yrðu vistaðar á www.huga.is, eins og avatar myndirnar eru.
Hvernig væri það? + Þá mætti ekki hafa neinn texta með myndinni ef að einhverjir myndu notfæra sér það til þess að lengja hana eins mikið og hægt er….?