Fyrirgefið að ég set þetta ekki á skólaáhugamálið, það er ekkert svo virkt á þessum tíma árs …
Mig vantar sá hljálp í stærðfræði 203, er í 3. kafla í Stærðfræði 3000 - Algebra, föll og mengi (grænu bókinni).
Ég er í smá vandræðum með ójöfnur af öðru stigi. Ég á að nota formerkjatöflu. Þetta virkar ágætlega þegar jöfnurnar eru á forminu (x-a)(x+b) - eða eitthvað þannig - eða x(x+a). Maður finnur bara 2 x-gildi sem gefa núll.
Svo flækist þetta þegar ég fæ jöfnur með deilingu, t.d.
x^2/(x^2-1)<0
(5-x)/(x+1)<0
Ég get ekki deilt með núlli en aðferðin sem ég á að nota er að finna x gildi sem gefur núll úr öðrum sviganum … Einhver sem kann þetta?