Þessi villa poppar upp núorðið daglega ef ekki oftar og af engri ástæðu sem ég get skilgreint. Ég er blátt áfram búin að fá mig fullsadda af þessu rugli.

screenshot:
http://img132.imageshack.us/img132/4115/error4lo.jpg

Það eina sem frýs er browserinn og ég get ekki vistað eða breitt neinu áður en ég klikka á send/don'tsend og þá lokast allir Firefox gluggar hjá mér þannig að ég tapa öllu sem ég var að vinna í þar.

Þetta hefur samt bara áhrif á Firefox, ekki önnur forrit.

Getur einhver bent mér á úrlausn eða allavegana bent mér á hvert ég get leitað með þetta vandamál? (ss e-ð áhugamál á Huga eða annað).

Takk fyrir!