Ég á alveg eins bíl og þú, sem ég er eiginlega ný búin að fá, og ég lendi mjög oft í veseni með skottið. Þannig er mál með vexti að skottið var fast þegar ég keypti hann og ég áleit bara að það væri bilað, sem sagt læsingin, og fékk verðið aðeins niður í staðinn. Mjög gott. Ég gat hins vegar alveg opnað skottið en þá bara með lykli, sem er verulega pirrandi. Svo gerðist það einhvern tímann á hálf frostlausum degi í janúar að ég gat allt í einu opnað skottið og ég varð náttúrulega voða ánægð. Það var þannig í nokkra daga en svo kom snjór aftur og þá gat ég ekki lengur opnað það - nema með lykli.
Þetta er búið að ganga svona síðan ég keypti hann, ég er sem sagt búin að komast að þeirri niðurstöðu að skottið læsist alltaf aftur þegar það er frost úti. Og þegar það er læst þá er frekar erfitt að opna það með lyklinum, maður þarf að snúa hryllilega fast og stundum hef ég það á tilfinningunni að ég sé að fara að brjóta lykilin.
Ég hef ekki hugmynd um hvort þú náir að opna skottið hjá þér með lykli eða hvort þú hafir prófað það, allavega er þetta svona hjá mér. Ég hef heldur ekki hugmynd um hvað hægt er að gera í málinu, þetta pirrar mig ekki svo mikið í augnablikinu en á kannski eftir að gera það eftir nokkra mánuði..