Já ég veit. Nú eru örugglega margir að hugsa hvað í fjandanum er þessi heimski freki hálfviti fvs að gera hér. Veit hann ekki að það þýðir ekki að koma hér með hugmyndir um edit-takka af því að hann hefur svo low respect hér. En nei í þetta sinn snýst málið ekki um það.
En ég er samt viss um að flestir stjórnendur séu núna sammála mér jafnvel Mizzeeh sem ég hef verið að sættast við að undanförnu um þessa spánýja hugmynd.
En eins og margir vita, á blogginu er enginn stjórnandi á blogginu og þess vegna varð ég að koma með þessa hugmynd hingað því að hér fæ ég meira athygli.
En það vantar á bloggið takka sem getur eytt áliti frá öðrum. Er nokkuð séns á að láta virkja svoleiðis takka á blogginu? En hversu margir hafa ekki lent í því að einhver skrifi eitthvað leiðinlegt komment inní þitt blogg? Ég hef lent í því og hef þvi þurft að búa til nýtt blogg í staðinn fyrir það gamla með það sama efni með von í hjarta um að bloggið verði látið í friði í þetta sinn. En samt finnst mér það óþarflega mikið vesen að þurfa að gera það alltaf. Það e er bara vesen skiljiði?
Væri því ekki einfaldara að búa bara til takka sem heitir “Eyða áliti” svo að ég geti átt þann kost að eyða kommenti sem mér líkar ekki við að sjá í mínu eigin bloggi. Ég meina ég held að það verði erfitt að þurfa að byðja stjórnendur að eyða því fyrir mann enda hljóta þeir að þurfa að gera allt annað.
En það hlýtur að vera einhver sammála mér um þessa hugmynd. Ég er nefnilega viss um að jafnvel Mizzeeh sem oftast er ósammála mér og fleiri stjórnendur sem oftast eru á móti mínum hugmyndum eru sammála mér núna ekki satt.
Í stuttu máli fyrir þá sem ekki nenna að lesa þetta að ofan þá er ég bara að byðja um “eyða áliti” takka. Er það of mikils til ætlast af ykkur.