heyrðu þannig er það nú að iPodinn minn [iPod mini] fraus eins og hann hefur stundum gert, ég hélt þetta væri bara venjulegt og lét hann verða batteríslausann og setti hann svo í hleðslu. Þá kom Apple merkið, allt í gúddí.
Svo er hann búinn að vera svona í svona 2 og hálfa viku, með apple merkið og svona dauðan ipod til skiptis og svo heyrast svona bíbb í honum.
Ég er búin að halda inni menu og play takkanum alveg nokkrum sinnum, og þegar ég geri það kemur hleðslumerkið, en þegar batteríið á myndinni er hálfnað frýs myndin og er bara þannig.. Svo kemur apple merkið og allt byrjar upp á nýtt.
Hvað er eiginlega í gangi?