Var að spá, ef að maður notar outlook sem ég að vísu geri af og til ;) Þá var ég að pæla, alltaf þegar tölvan er í gangi og outlook líka og emailin koma inní outlookið þá koma þau ekki líka inná heimasíðuna sjálfa heldur bara beint í outlookið.

Dæmi, ég get séð allan póst sem ég fæ á simnet netfangið mitt á netinu bara á postur.simnet.is en ef að netfangið er sett upp í outlook þá hættir pósturinn að koma inná simnet.is heimasíðuna og kemur bara í outlook. Er ekki hægt að breyta þessu að allt komi í outlook en fari samt alltaf á netfangaþjóninn líka?

Óþægilegt í vinnunni að geta ekki skoðað einkapóst þar af því að hann fari alltaf beint inní outlook heima.

Help me
Cinemeccanica