hey, ég á eins síma og þú^^
En, hvernig þú kveikir á tenginu:) Þú ferð í aðalvalmyndina og ferð í tengingar sem er neðst í vinstra horninu. Velur það “innrautt tengi” og getur valið um “kveikt”, “slökkt” og “10 mínútur. Fínt er að velja 10 mínútur, því þá gleymirðu ekki að slökkva á tenginu aftur.
En þá á innrauða tengið að vera virkt og þú velur myndina eða skrána sem þú ætlar að senda, ferð í ”meira“ og svo ”senda“ og ”með innrauðu" þá þarftu að stilla símann nálægt viðkomandi gátt.
En ég er ekki alveg viss með tölvuna, því mín er ekki með innrauðu tengi og ég notaði tölvu vinkonu minnar, og þá var það þannig að þú stilltir símanum hjá móttakaranum og sendir, svo kom skilaboð í tölvunni að hún hefði móttekið eitthvað.
Þannig var það með myndir, hef ekki náð að finna út með hreyfimyndirnar enn O_o
En vonandi hjálpaði þetta eitthvað:D