Ég veit ekki hvað skal segja, menn hafa auðvitað misjafnar skoðanir eins og á öllu. Þar sem einhver hefur fengið frábæra þjónustu hefur annar fengið mjög lélega.
Ég hef átt tvær fartölvur hingað til.
Ég átti HP tölvu frá Opnum Kerfum, tölvan var frábær en Opin Kerfi veittu ömurlega þjónustu og ég myndi aldrei í lífinu mæla með viðskiptum þarna.
Núna á ég mjög flotta og góða (reyndar mjög dýra) Acer tölvu frá Tölvulistanum og mér finnst Tölvulistinn eiginlega jafn frábær og tölvan sjálf. Veit um marga sem sleppa því frekar að kaupa sér tölvu en að versla við þá en persónulega hef ég ekki lent í neinum vandræðum og hef þó farið fram á ýmislegt og komið mikið til þeirra að biðja um hitt og þetta og aldrei neitt mál og svo ég tali nú ekki verðið, mjög ódýrt.
Þú átt örugglega eftir að fá fullt af svörum þar sem menn segja hitt og þetta en það er allavega eitt sem er alveg pottþétt og flest allir sammála um sem hafa eitthvað vit á tölvum að þú átt aldrei að versla við BT. Það er bara fyrsta reglan í þessu öllu saman.