Í kjölfarið á þessu edit-takka rifrildri þá hefur maður verið bent á að nota endurskoða takkan.

Er kannski hægt þá að bæta hann betur með því að setja upp kerfi sem yfirfer textann? En þetta er t.d hægt þegar maður er að skrifa netpóst. Þá kemur tölvan með upplýsingar um málfræðilegar villur sem þarf að laga.

Hún nefnilega blokkar yfir þau orð sem eru með villur, skiljiði?

Það sem ég er einfaldlega að byðja um er stafsetningarleiðréttingarpúka sem er hugbúnaður sem ætti að vera hér. En ég er viss um að það ætti að nýtast öllum vel sem vilja gera korka og greina stafsetningar og villulaust. Þið þurfið þá ekki á edit-takkanum að halda. Af því að fólk gat loksins séð betur villurnar sem komu fram.

En lesblint fólk og tímabundið fólk á oft erfitt við að glíma við sínar eigin stafsetningarvillur en ef það verður svoleiðis forrit sett upp þá verður það meira meðvirkara um villurnar og getur þá leiðrétt sín orð áður en það er orðið of seint.

Þetta hlýtur að vera betri lausn en edit-takkinn.