Af því það er alltaf verið að tala um “vírusinn mikla” er ég búin að vera að skanna tölvuna mína (svo komst ég að því að vírusvörnin mín gerir það sjálf á hverjum degi). Áðan kom upp gluggi sem sagði eitthvað um að það væru “Microsoft security vulnerabilities”. Svo stóð fyrir neðan að ég ætti að ná í Windows update. Ég ætlaði að gera það en ég er með nýjasta update.
Veit einhver hvort ég þarf þá að gera eitthvað?
Ég veit að það eru ekki allir sem trúa þessu með vírusinn en það er hvort sem er alltaf eitthvað í gangi á netinu svo það er ágætt að pæla í svona.