Hvernig sem þú fermist þá er það staðreynd að ef þú heldur veislu til þess að fagna því og býður fólki þá kemur fólkið með gjafir. Hégóminn… Ég sé engan hégóma í því að ferma sig fyrir réttan málsstað, þó að það sé ekki nema borgaraleg ferming og það að sýna að þú sért annað hvort ekki tilbúinn til að ákveða hvort þessi trú er þín eða vilt vera heiðarlegur við sjálfan sig, eða þá ef fólk trúir á guð af öllu hjarta. Hégóminn í þessu er að krakkar eru að játa upp á sig trú sem það hefur engan áhuga á BARA til þess að fá pakkana. Brjóta þar með nokkur grundvallar reglur kristinnar trúar á svipstundu, trúin sem það hét að trúa á til æviloka eða eitthvað. Svo er náttúrulega þrýstingurinn frá foreldrunum, þeir vilja oft halda veisluna og að krakkarnir fermist í kirkju og annað sé ekki tekið til mála. Hinn eini sanni hégómi í þessu er þegar fólk er að ljúga. Pakkarnir koma bara þegar veislan er haldin og það er frjáls vilji hvers og eins hvort það kemur með gjöf eða ekki.