Nei þetta getur ekki komið bara með því að þú kveikir á tölvunni, það er í lagi að vera á msn og svona, en ef þú sérð eitthvað í inboxinu þínu á mailinu þínu og þú þekkir það ekki, eyddu því bara og ekki pæla í því… Held að það sé eina leiðin að þessi vírus breiðist.. en heldur ekkert vera að taka á móti fælum sem þú þekkir ekki.. Held samt að vírusinn geti komið í formi eins og hann sé sendur frá einhverjum sem þú þekkir. Mæli með að ef þú ert með vírusvörn (sem þú ættir að vera með) að skanna öll mail sem þú færð á morgun þ.e.a.s að hægri klikka á þau og gera “Scan with (nafnið á vírusvörninni þinni)” áður en þú opnar póstinn.. get eiginlega ekki sagt þér neitt meira.. =)