Hvaða lag? (haha)
Jæja, nú er komið að mér að leita hjálpar ykkar, við að finna nafn á lagi og flytjanda. Ég man bara eftir myndbandinu, sem var frekar mikið í spilun á Skjá1 í haust. Í myndbandinu lenti eitthvað fólk í bílslysi, og á meðan kastaðist eitthvað annað fólk til (sem ég giska á að hafi verið ástvinir fólksins sem lenti í bílslysinu) eitthvað í íbúðinni sinni. Lagið var einhvern veginn svona mjög sorglegt. Veit einhver hvaða lag og með hverjum þetta er?