Ok, allir… Já allir, vilja leggja niður stigakerfið, og skástu rökin sem ég hef fengið hingað til eru; “It suxXxorZ!”

Menn kvarta og kveina, hægri, vinstri (Aðalega vinstri) um þetta blessaða stigakerfi og gefa engin önnur rök fyrir því að það ætti að leggja það niður önnur en “Stigahórur” - Vá, mótsagnarkennt.

Allavega…


Menn virðist eindregið vilja minnast á það að þetta stigakerfi segir ekki til um hversu lengi aðilaðar hafa verið skráðir hér á huga… Og nú spyr ég, í allri minni einlægni…. Hverjum er ekki sama um hversu lengi þið hafið verið hérna? Stigin eru notuð m.a til að ákvarða framtíðar stjórnendur… Og stigin eru þess vegna til staðar til að sýna virkin hvers aðila fyrir sig. Því fleiri stig, því virkari er aðilinn í að senda inn efni og bæta í stóran en jafnframt vaxandi viskubrunn hér á síðunni. Því virkari sem notandinn er því hæfari er hann til að sjá um að vera stjórnandi… Myndin er afar einföld og skýr ef þú spyrð mig…

Og þá hlýt ég að spyrja: vantar Hugurum gleraugu?

-TheKingOfTown.

Já, ég legg til að við höldum stigakerfinu í allri sinni dýrð: Lengi lifi stigin!