Oftast eru korkarnir með sömu umræðuefnin.

En korkur lifir bara 1-2 daga á forsíðunni. Síðan eftir það svarar enginn í það aftur af því að þá er búið að skapa kork með sömu umræðunni. Þegar það gerist þá halda auðvitað höfundar korksins sem voru mikið búið að hafa fyrir því að gera góðan kork að það sé nú farið til einkis.

Hvernig væri bara að fara laga þetta fyrirkomulag og hafa bara í staðinn korka sem síðast var svarað á forsíðunni. Og hafa “nýtt” merki fyrir framan þá kork sem eru óskoðaðir. Þannig sjáum við hvort það sé þess virði að svara korkum og svo getum við líka séð hvaða korka eru nýjastir á lista. Aðeins þeir korkar sem fá mestu svörin á á hverju degi á að fara á topp 5 listann á forsíðunni.

T.d ef þessi korkur fær 5 svör í dag og næsti korkur sem 3 svör þá er þessi korkur efstur en ef hin fékk 9 svör næsta dag þá hækkar hann upp og þessi fer neðar af því að hann fékk færri svör.



Korkar´

Almennt (13852 þræðir)

Nöldur…. (5293 þræðir)

Hugmyndir (2292 þræðir)

Hjálp (Spurt og Svarað) (4574 þræðir)

Nýjustu korkarnir (ýmislegt)(0)

Í “Nýir korkar” á svo að vera hægt að senda inn ýmisleg málefni sem þig langar að tala um og fá svör við og svo er hægt að velja undir hvaða flokki hann á að vera í alveg eins og þegar maður er að senda inn tengla hér inná forsíðunni.

Þannig að þegar korkur í “Nýjustu korkunum” fær mikið af svörum þá hoppar hann yfir á þann flokk sem hann tilheyrir með merkinu “nýtt” á topp 5 listanum. En einsoog ég sagði þá fær bara korkur sem hefur fengið mestu svörin á dag að vera á topp 5 listanum. Ef nýasti korkur fær ekki lengur svör þá auðvitað dettur hann bara niður á bls 2.3.4 og framvegis.

Og smá kannski bæta við merkinu “hástökk vikunnar” á þann kork sem kemur skyndilega inná aftur á topp 5 ef hann var á bls.4 áður eftir að hafa fengið bara allt í einu fullt af svörum.

Þeir korkar sem fá enginn svör í flokknum “Nýjustu korkarnir” detta auðvitað niður á bls 2.3.4 í sama flokknum og svo framvegis.

Hvernig lýst ykkur á þessa hugmynd. Þarf ég kannski að útskýra þetta betur fyrir ykkur?

Kveðja
fvs.