“mér finnst persónulega að allt indie viðbjóðslegt og ein viðbjóðslegasta tónlistarstefna sem að hefur nokkurntíman litið dagsins ljós og ég vona að allir þeir sem að framkvæma þessi óhljóð deyji úr heilaæxli innan 2 ára”
Þannig að þér finnst 99,9% af allri tónlist viðbjóðleg?????
Veistu hvað indie er? Tæknilega er indie (independent) bara andstæðan við pop (popular). Indie er ekki tónlistarstefna, heldur getur það átt við allar tónlistarstefnur frá grind-core til ambients. Fugazi er indie, Radiohead voru indie, Goodspeed your black emperor eru indie, Nirvana voru indie, Botnleðja er indie, Emilianna Torrini er indie, Mugison er indie osfrv.
Farðu og kynntu þér underground/indie/alternative tónlist, gæðahlutfallið er líklega það sama í mainstream og indie (1-5% er gott) nema það að indie sveitirnar eru bara 1000x fleiri.