Ég las mig til um þetta fyrir rúmum tveimur árum og hafði mjög gaman að því lesefni. Ég hinsvegar hafði farið í gegnum margar aðferðir en hafði ekki nægann áhuga til að læra þetta áfram.
Eitt sem ég man þó er að ef þú sefur við vegg, reyndu að ýta þá puttanum inn í vegginn hvert einasta skipti sem þú ferð að sofa, virkar auðvitað ekki, en ef þú gerir það alltaf þegar þú ferð að sofa eru líkur á að þig byrji að dreyma og að þú gerir þetta í drauminum. Í draumi þá fer puttinn inn í vegginn og þá ættirðu að gera þér vel grein fyrir því að þér sé að dreyma.
Málið er bara að öllum dreymir um 100 mínútur af draumum hverja einustu nótt, þó ekki allir muni, og flest öllum dreymir svona, en gera sér ekki grein fyrir því og nýta sér það þess vegna ekki.
Auk þess man ég fyrsta skrefið við þetta, að muna drauma, mér hefur tekist að muna upp í 3-5 drauma hverja einustu nótt, eru margar aðferðir til að muna þetta.
En heilt áhugamál fyrir þetta? Nei, bara sé það ekki fyrir mér.
Kork um drauma á einhverju áhugamáli? Myndi kannski ganga, breyta
þessum korki bara í ‘Drauma’.